We’ve updated our Terms of Use to reflect our new entity name and address. You can review the changes here.
We’ve updated our Terms of Use. You can review the changes here.

Afbrig​ð​i XI

from S​ó​l án varma by Sól án varma

/

lyrics

Leiftra Þú, Sól,
sem eyðir og elskar án varma,
er við lítum inn í auga Þitt.
Sex þúsund augu,
gegn einu,
sem gleymir engu,
og geymir allt.
Veit oss þinn ljóma,
svo við megum aldrei gleyma,
okkar illsku og gleymsku,
sem ritaði fall mannkyns,
í bók hinna brenndu.
bókin sem ljómar,
af brenndum syndum,
líkt og illgresi,
sem þráir að brenna,
og verða að sinu.

Við berum ösku hennar á enni okkar,
og störum djúpt og hiklaust
inn í sólarleg hins deyjandi guðs,
sem brennur af dýrð og vitneskju
um framtíð og fortíð.
Við megum aldrei gleyma,
þó við séum brunnin,
að óupplýstur skugginn
varð okkur að bana.
Við lítum inn í dauðann,
og málum hann fagran
með geislum Þínum
og varðveitum minninguna
um bók hinna brenndu,
því hún býr í sál okkar,
og hún ferðast með ösku okkar,
í umlykjandi faðm þinn,
er samruninn er fullkomnaður.
er samruninn fullkomnar okkur,
á degi dóms og hreinsunar

credits

from S​ó​l án varma, released April 7, 2023
Lag: T.Í. - Texti: Á.B.Z.

license

all rights reserved

tags

about

Sól án varma Reykjavík, Iceland

contact / help

Contact Sól án varma

Streaming and
Download help

Redeem code

Report this track or account

If you like Sól án varma, you may also like: